Farsæl ákvarðanataka

Farsæl ákvarðanataka
November 17, 2014 Elín

Skoðun

Sturlaugur Sturlusson, sölu- og markaðstjóri Skagans og Þ.E ehf.

Hvað skyldu vera teknar margar ákvarðanir af öllu starfsfólki þínu pr. dag, 100, 1000, 10000…. ? Hvert  handbragð, hreyfing, orð, skeyti eða viðhorf er byggt á einhverri ákvörðun sem hefur áhrif á alla þætti rekstrar og efnahags. Þess vegna geri ég ráð fyrir því að takmarkið hjá öllum stjórnendum hljóti að vera að hámarka fjölda farsælla ákvarðana pr. dag.En hvað gerir það að verkum að við tökum farsæla ákvörðun ? Ég held að það sé öllum m.a. stjórnendum, starfsmönnum fyrirtækja hollt að svara þeirri spurningu til þess að ná árangri í sínum rekstri, vellíðan starfsfólks skiptir jú öllu máli. Þættir eins og sjálfs-/öryggi-/styrkur/-þekking, fræðsla, upplýsingastreymi, stjórnunarstíll, samskipti starfsmanna hafa eðlilega sitt að segja um farsæla ákvörðunartöku starfsmannsins. Það er ekki sjálfgefið að spurðar séu opnar spurningar ( ekki já og nei svör) innan fyritækja þ.e. á meðal starfsmanna, stjórnunarstíllinn kannski leyfir það ekki. Aðstæður eru mismunandi hjá fyrirtækjum, svörin liggja því einfaldlega hjá stjórnendum og starfsfólkinu sjálfu. Það þarf enga utan aðkomandi fræðinga til að svara fyrir starfsfólkið. Leiðir að lausnum eru endalausar, bara að sækja þær með einfaldri markmiðssetningu og opnum spurningum eins og áður sagði.

Vellíðan starfsmanna

Leynist fjársjóður í þínu fyrirtæki ? Ég spyr vegna þess að við erum svolítið gjörn á að tala um vandamál en ekki leiðir og við tölum líka kannski meira um galla einhvers en ekki kosti. Hvað hugsanlega gerðist ef við snerum hlutfallinu við? Hverfa „gallarnir“ kannski við jákvæðari nálgun ? Hugsanlega getum við gert eitthvað t.d. í gæðastjórnun innan fyrirtækisins til að ná meiru út úr starfsfólkinu þ.e.a.s. þannig að það njóti sín betur, líði betur í vinnunni eða fókusinn settur á gæði afurða. Sem aftur framkallar aukna framleiðni og fleiri farsælli ákvarðanir án þess í raun að kosta neinu til og lágmarka í leiðinni gæðakostnaðinn. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að láta sér líða vel með sjálfum sér, kostum sínum og göllum. Enginn er fullkominn en að sjálfsögðu eigum við að leggja metnað okkar í starfið.Ef tilfinningar okkar í eigin garð eru ósanngjarnar og neikvæðar þá er hætta á því að mannleg samskipti okkar mótist af því lifsviðhorfi. Jákvæðar tilfinningar í eigin garð móta e.t.v. meira umburðarlyndi og ánægaðri samskipti við aðra.

Það er stundum talað um sex dyggðir í lífinu :
Sköpunargleði/ forvitni/námsvísi/víðsýni
Hugrekki
Kærleik og mannúð
Réttlæti
Hófsemd
Andlegan þroska
Ég held að blanda af þessum þáttum inn á heimilinu og innan veggja fyrirtækja, sem sagt í lífinu, skapi aukna velmegun. Það er spurning um að móta meðvitað slíkt viðhorf.

Tækifæri íslensks sjávarútvegs

Tækifæri íslensks sjávarútvegs liggja ekki hvað síst í eigin mannauði eins og áður segir auk þess að nýta þá þekkingu sem liggur fyrir hjá hámenntuðum sérfræðingum Íslands og metnaði þeirra til að aðstoða iðnaðinn til að skara framúr á heimsvísu hvað gæði hráefnis varðar og tæknilausnir. (-1°C ) hráefnis að leiðarljósi ásamt mörgum öðrum nýjungum. Þar með verður sá möguleiki til staðar að geyma fisk í lest skipsins við -1° C án íss. Síðan er ætlunin að viðhalda viðkomandi hitastigi hráefnisins í gegnum vinnsluna. Skaginn/3X hafa náð samningum við Fisk-Seafood um hönnun og smíði á viðkomandi lausn. Einfaldleikinn við það að einbeita sér að gæðum hráefnis leiðir af sér eitt og annað sem mun bæta samkeppnistöðu iðnaðarins á heimsvísu umtalsvert. Hér koma nokkur dæmi um ávinninginn :

Aukin nýting hráefnis
Hagstæðari afurðaskipting
Aukin afköst
Hærra afurðaverð
Hægir á vexti skaðlegra örvera
Umhverfisvænni flutningsferli án íss
Umtalsverð lengin geymsluþols
Með því að „nýta“ mannauðinn og auðlindina betur tryggjum við forskot íslensks sjávarútvegs á
heimsvísu, bæði hvað gæði og hagkvæmni varðar.

Greinin birtist í 1.tölublaði Sjávarafls 2014