Frekari samdráttur á næsta ári

Frekari samdráttur á næsta ári
November 20, 2014 Elín

Kristján Hjaltason frá Ocean Trawlers Europe talaði á Sjávarútvegsráðstefnunni um íslenskan sjávarútveg, heimsafla og sóknarfæri utan íslenskrar lögsögu. Spáði Kristján fyrir því magni sem mætti veiða næsta ár, innflutning á hráefni, eldi og horfur á markaði. Kristján spáði m.a fyrir frekari samdrætti í heildarmagni sjávarfangs á næsta ári og að nauðsynlegt væri að bregðast við þessu.

Greindi hann tölur á heimsafla og eldi og skoðaði hlutdeild Íslands. Þá fór hann líka yfir veiði okkar úr deilistofnum og hlutverki þessara veiða fyrir sjávarútveg. Sömuleiðis ættu Íslendingar í útgerðum víða um heim sem færði þjóðinni talsverðan hagnað. Það væri þó enn hægt að víkka enn frekar út kvíarnar. Þá fór hann m.a yfir ýmsar nýjungar sem Íslendingar hafa verið að koma með á sviði sjávarfangs.