Sjómaður vikunnar – Bjarki Friðbergsson

Sjómaður vikunnar – Bjarki Friðbergsson
January 9, 2015 Elín

Fullt nafn: Bjarki Friðbergsson
Fæðingardagur og staður: 040672 Hafnarfjörður
Fjölskylduhagir: Sambúð með Díönu Erlingsdóttir börn , Guðbjörn 24 ára Hjálmar 16 ára og Þórdís 13 ára
Draumabíllinn: Always Skoda
Besti og versti matur: Lambalærið svíkur aldrei.Skatan er held ég mesti viðbjóður sem borin er fram
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ásbyrgi verð ég að segja
Starf: Sjómaður
Hvað er það sem heillar þig mest við sjóinn: Gott fiskerí og blíðuveður. Alltaf gaman að sigla með landinu fyrir vestan í góðu sumarveðri.
Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra: Egill Nagli Jónsson. mesti nagli hafsins og fiskimaður. sem ég hef verið með til sjós. Færasti goggarinn þrátt fyrir að vera örvhentur ;-D
Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum: Nei
Ef þú myndir smíða þér skip/bát hvað myndir þú láta það heita: Hafrún
Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: Lögga
Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Sumarið
Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna: Fara á sjóinn í tvísýnum veðrum
Eftirminnilegasta atvikið á sjónum: Að vakna uppí straumnesfjöru eftir strand.
Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár: Skítsama
Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu: Körfubolta
Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj: Stolt siglir fleyið
Siginn fiskur eða gellur: Gellur
Smúla eða spúla: Smúla
Eitthvað að lokum: Belli wannabe skíðagrímu sjómaður er landkrabbi.