Vörurnar seldar um allan heim

Vörurnar seldar um allan heim
November 20, 2014 Elín

Hélene L Lauzon, framkvæmdastjóri vöruþróunar Primex ehf, sagði frá fyrirtækinu Primex en það er líftæknifyrirtæki sem framleiðir kítósan úr rækjuskel með mismunandi eiginleika fyrir nokkra geira, svo sem fæðubótar-, lækningatækja-, lyfja- og snyrtivörugeirann.

Þróun tengdra afurða á erlendum markaði hefur sannað notagildi kítósans með mismunandi notkunarmöguleikum. Hélene fór yfir þróun og rannsóknir hjá Primex síðustu árin, ásamt möguleikum til frekari vöruþróunar fyrir bæði innnlendan og erlendan markað.

Hélene fór yfir vörur fyrirtækisins sem eru seldar um allan heim. Helstu markaðir hafa verið í N-Evrópu og Bandaríkjunum en Asía hefur verið að koma sterk inn í ár.

Meðal helstu framleiðsluvara Primex má nefna:

– Liposan fæðubótarefnið hefur verið afar vinsælt erlendis en það hefur t.d nýst til þyngdarminnkunar og er gott fyrir meltinguna.

– Chitosan plástar hafa verið notaðir með góðum árangri t.d hjá bandaríska hernum og þykja þeir stöðva blæðingar hratt.

– ChitoClear sárameðhöndlunarvörur fyrir dýr.

Þá talaði Hélene um möguleika þess að nota choclear við meðhöndlun fisks til þess að lágmarka vöxt örvera en sú notkun hefur gefið einstaklega góða raun. Margt er á döfinni hjá fyrirtækinu og innan fárra ára munu fleiri spennandi vörur verða í boði hjá fyrirtækinu, segir Helene.