Fishing the News

Teymid

FISHING THE NEWS

Fishing the News er gefið út einu sinni á ári. Rætt er við einstaklinga sem verða með þjóðarbása á sjávarútvegssýningunni sem haldin hefur verið í Brussel og er hún stærsta alþjóðlega sýning sinnar tegundar í heiminum. Sýningin er tvískipt, þá Seafood Expo Global og Seafood Processing Global.

Á sýningunni kynna fyrirtæki bæði afurðir og þjónustu, einnig eru kynntar nýjustu vélar og tæki í greininni. Sýningin hefur stækkað mikið og í dag eru um tvö þúsund fyrirtæki frá 78 löndum sem taka þátt. Þá sækja allt að 30.000 gestir frá 152 löndum sýninguna. Íslandsstofa heldur utan um þáttöku íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á báðum sýningunum og dreifir tímaritinu Fishing the News á sýningunni.