SJÁVARAFL

Um okkur

Tímaritið Sjávarafl sérhæfir sig í útgáfu innan sjávarútvegsins og annast útgáfu fyrir aðra. Gefin eru út tímaritin SJÁVARAFL og Fishing the News sem innihalda íslenskt atvinnulíf í sjávarútvegsgeiranum. Tímaritunum er dreift frítt og fjármagnað með sölu auglýsinga.

Markhópurinn okkar eru sjómenn, útgerðarmenn og aðrir sem tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt.

Um Sjávarafl

SJÁVARAFL er gefið út fjórum sinnum á ári, þar af er ein útgáfa þar sem einungis er rætt við konur sem starfa í sjávarútvegsgeiranum. Í Sjávarafli er meðal annars fjallað um hvernig íslendingar eru í fararbroddi á sviði hátæknilausna, sjálfbærni og heilbrigði fisks. Fylgst er með hvernig þekking, rannsóknir og fræðsla hafa orðið til þess að auðveldara er að takast á við áskoranir í síbreytilegu samkeppnisumhverfi.

Tímaritið dreifist frítt í mörg skip og til úgerða á landinu.

Um Fishing the News

Fishing the News er gefið út einu sinni á ári. Rætt er við einstaklinga sem verða með þjóðarbása á sjávarútvegssýningunni sem haldin hefur verið í Brussel og er hún stærsta alþjóðlega sýning sinnar tegundar í heiminum. Sýningin er tvískipt, þá Seafood Expo Global og Seafood Processing Global.

Á sýningunni kynna fyrirtæki bæði afurðir og þjónustu, einnig eru kynntar nýjustu vélar og tæki í greininni. Sýningin hefur stækkað mikið og í dag eru um tvö þúsund fyrirtæki frá 78 löndum sem taka þátt. Þá sækja allt að 30.000 gestir frá 152 löndum sýninguna. Íslandsstofa heldur utan um þáttöku íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á báðum sýningunum og dreifir tímaritinu Fishing the News á sýningunni.

Önnur tímarit

Tímaritið Sjávarafl annast útgáfu tímarita og kynningarbæklinga fyrir aðra. Við tökum að okkur viðtöl, ljósmyndun, hönnun og umbrot ásamt auglýsingagerð fyrir blaðaútgáfur. Við sjáum um samskipti við prentstofur og dreifingu blaða sé þess óskað.

Þar má nefna Laufblaðið fyrir félag flogaveikra og Jafnvægi fyrir samtök sykursjúkra.

Starfsfólk

Má bjóða þér rafræna útgáfu af Sjávarafli og Fishing the News,

þér að kostnaðarlausu?

Vinsamlegast sendið netfangið þitt á: elin@sjavarafl.is