Grænir dagar eru röð viðburða innan Háskóla Íslands skipulagðir af GAIA, félagi meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði. Grænir dagar verða haldnir dagana 25. – 27. mars næst komandi og er ætlað að stuðla að vitundarvakningu um ýmis aðkallandi umhverfismál. Þemað í ár er hafið og þær umhverfisógnir sem að honum steðja en ábyrgð, skilningur og góð umgengni gagnvart hafinu og lífríki þess er eitthvað sem skiptir okkur á Íslandi miklu máli enda byggjum við afkomu okkar á auðlindinni.
Hægt er að lesa nánar um dagana á heimasíðu SFS