Norður & Co, framleiðendur Norðursalts á Reykhólum á Vestfjörðum, hafa í samstarfi við Artic Seafood og Whole seafood
hlotið styrkt til að framleiða fiskiolíu úr makríl sem mun bera heitir Norður Garum. Verkefnið miðar að því að nota aldagamlar aðferðir við framleiðslu á fiskiolíu úr makríl og saltpækli og skapa verðmæta matvælaafurð sem verður markaðssett bæði innlands sem erlendis. Væntur árangur verkefnsins er að auka við flóru útflutningsvara Íslands og auka enn frekar verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Garum er heiti á fiskiolíu sem var gerð úr aukaafurðum fiska s.s. inniflum og blóði. Hráefnið er sett í ílát eða tank og blandað með salti, lögurinn er svo látinn standa í allt að ár þar sem einskonar sjálfsmelting ensíma og gerjun vinnur á blöndunni áður en olían er skimuð af leginum. Norður Garum verður framleitt úr hágæða hráefni með áherslu á að ná fram ákveðnum en ljúfum bragðeiginleikum fiskiolíunnar. Til að sækja réttu bragðeiginleikana er ljóst að fullkomna þarf uppskriftina og framleiðslu ferla. Á öllum stigum ferilsins er markmiðið að varan verði unnin á sjálfbæran hátt í sátt við íslenska náttúru.