Sjávarútvegsráðherra Namibíu í heimsókn

Sjávarútvegsráðherra Namibíu í heimsókn
October 9, 2014 Elín

Sjávarútvegsráðherra Namibíu dr. Samuel Chief Akama kom ásamt sendinefnd í heimsókn til landsins 26. september sl. og stoppuðu í eina viku. Ráðherrann og fylgdarlið hans fór meðal annars í heimsókn á Íslensku sjávarútvegssýninguna í Kópavogi en auk þess ræddu hann og fylgdarlið hans við forsvarsmenn ýmissa stofnanna og samtaka hér á landi sem komið hafa að þróunarverkefnum í Namibíu og var það einn megintilgangur heimsóknarinnar. Sem kunnugt er hafa Íslendingar lengi veitt Namibíumönnum þróunaraðstoð, ekki síst vegna fiskveiða og vinnslu en þeirri aðstoð var að mestu hætt árið 2010.

Alfreð Steinar Rafnsson skipstjóri var sendinefndinni til aðstoðar fyrir komuna hingað og meðan á heimsókn stóð. Alfreð Steinar, sem lengst af var skipstjóri á togaranum Snæfugli frá Reyðarfirði, starfaði í fimm ár við þróunaraðstoð í Namibíu. Fyrstu fjögur árin var hann þar fyrir Þróunarsamvinnstofnun Íslands en síðasta árið stýrði hann verkefnum fyrir Siglingastofnun Namibíu en þróunaraðstoð Íslendinga í Namibíu beindist einkum að siglingastofnuninni þar og sjómannaskólanum.