Sjómaður vikunnar – Helgi Magnússon

Sjómaður vikunnar – Helgi Magnússon
October 31, 2014 Elín

Fullt nafn : Helgi Magnússon

Fæðingardagur og staður : 19. Jan 1982 í Reykjavík.

Fjölskylduhagir: Í sambandi með Ragnhildi Rósu Guðmundsdóttur.

Draumabíllinn : Pagani Zonda R.

Besti og versti matur : Nautakjöt (T-Bone) er uppáhalds, það sem mér finnst sísti maturinn eru SS bjúgu.

Fallegasti staður sem þú hefur komið á : Seljord í Noregi

Starf : Háseti á Vigra RE71

Hvað er það sem heillar þig mest við sjóinn : Frítíminn á milli túra.

Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra ? John Ingi Matta, eini maðurinn sem ég hef unnið með sem er alltaf í góðu skapi og hefur þann einstæða hæfileika að fá jafnvel leiðinlegustu menn til að brosa.

Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Já ég reyni að mæta 3-4 sinnum í viku en það fer algjörlega eftir veðri.

Ef þú myndir smíða þér skip/bát hvað myndir þú láta það heita :Jenny

Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur : Leikari

Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Sumrin.

Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna :Fjarvera frá fjölskyldu og vinum.

vigri

Eftirminnilegasta atvikið á sjónum : Þegar einn vinnufélaginn ákvað að það væri góð hugmynd að stinga heitavatnsslöngu inn á stakkinn hjá mér og ég endaði með 2. Stigs bruna á helmingi búksins.

Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Chelsea.

Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Crossfit.

Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : Stolt siglir fleyjið mitt.

Siginn fiskur eða gellur :Siginn fiskur.

Smúla eða spúla : Smúla.