Sjómaður vikunnar : Ragnar Þór Jóhannsson

Sjómaður vikunnar : Ragnar Þór Jóhannsson
October 24, 2014 Elín

Framvegis á föstudögum mun Sjávarafl birta sjómann vikunnar. Fyrstur á dagskrá er ungur sjómaður frá Vestmannaeyjum sem hefur stundað sjóinn frá 15 ára aldri.

Fullt nafn : Ragnar Þór Jóhannsson
Fæðingardagur og staður : 051088, Vestmannaeyjum
Fjölskylduhagir : Piparsveinn
Draumabíllinn : Ford Mustang árgerð 1965
Besti og versti matur : Uppáhaldsmaturinn minn er hakk og spaghetti en versti eru hrútspungar
Fallegasti staður sem þú hefur komið á : Elliðaey
Starf : Háseti á aflaskipinu Kap VE 4
Hversu lengi hefur þú stundað sjóinn : Byrjaði 15 ára gamall og er enn þann dag í dag.

1424324_10202756349574501_216758709_n

Hvað er það sem heillar þig mest við sjóinn : Þegar stímið er sett á Eyjarnar með skipið drekkhlaðið af afla.
Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Eftirminnilegasti samstarfsmaðurinn er Leó Snær Sveinsson. Hann sagði eitt sinn við mig þegar við vorum að kasta nót í skítakalda á Gullberginu og ég ekki nema 15 ára peyji, drullusjóveikur og við það að gefast upp “Raggi minn ef að við getum þetta, þá getur þú þetta líka”!
Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Stundum, en ekkert reglulega samt.
Ef þú myndir smíða þér skip/bát hvað myndir þú láta það heita : Togari VE
Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur : Ég ætlaði að verða smiður
Skemmtilegasti árstíminn á sjó : Loðnuvertíðin
Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna : Þegar enginn fiskur gefur sig og það er verið að hanga yfir engu
Eftirminnilegasta atvikið á sjónum : Öll þau brælustopp hringin í kringum landið í gegnum árin.
Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Arsenal!!!
Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Fótbolti

Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : Stolt siglir fleygið mitt
Siginn fiskur eða gellur : Gellur
Smúla eða spúla : Smúla
Eitthvað að lokum : hvet alla unga peyja að leggja fyrir sig sjómennskuna.

Við þökkum Ragnari fyrir svörin og óskum ykkur góðrar helgar.