Óplægður akur í Kína

Óplægður akur í Kína
November 20, 2014 Elín

Hermann Stefánsson, framkvæmdastjóri Iceland Pelagic, flutti á Sjávarútvegsráðstefnunni erindi er nefndist framboð, framleiðsla og sala á uppsjávarfiski. Í erindinu fór Hermann m.a yfir framboð og sölu á helstu uppsjávartegundum, helstu markaði Íslendinga og áhrifaþætti, t.d vegna átakanna í Úkraínu. Það þyrfti t.d að skoða hvort viðskiptabann Rússa á Norðmenn og ESB þýddi ógnun eða tækifæri fyrir landið. Íslendingar og Færeyingar væru þar núna einir á markaði. Hversu lengi við verðum þar er þó óvíst og spurning hvað við gerum við þann afla eins og loðnu, síld, karfa og loðnuhrogn þar sem ekki sé hlaupið að því að finna aðra markaði. Það gæti þýtt 10 milljarða tap á ári.

Hann fór yfir samkeppnisaðila Íslendinga þar sem fremstir í flokki á öllum sviðum væru Norðmenn sem ynnu gríðarmikið markaðsstarf og væru mjög áverandi á mörkuðum. Færeyingar væru líka mjög öflugir og hefðu byggt upp griðarlega vinnslu í Færeyjum. Hermann minntist líka á að verð á mjöl og lýsi væri mjög gott um þessar mundir og ef frysta loðnan ætti að keppa við það þyrfti verð á henni að vera í sögulegu hámarki í vetur. Þá fór Hermann yfir nýtilkomna innflutningskvóta í Nígeríu, tækifæri í öðrum Afríkulöndum svo svo auðvitað í Kína.