Verðlaunin veitt fyrir skurðarvél

Verðlaunin veitt fyrir skurðarvél
November 20, 2014 Elín

Framúrstefnuverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar voru veitt í fjórða sinn í morgun og var það Unnsteinn Guðmundsson, 4Fish ehf í Grundafirði, sem hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir verkefni sitt Sporðskurður á fiski fyrir flökun. Tvær hugmyndir í viðbót fengu viðurkenningu.

Tólf hugmyndir bárust skipuleggjendum og fengu þrjár bestu hugmyndirnar viðurkenningu. Besta hugmyndin fékk að auki verðlaunin Svifaldan og hálfa milljón í peningaverðlaun.

Þær þrjár sem hljóta viðurkenningu eru:

Sporðskurður á fiski fyrir flökun, Þangauður Breiðafjarðar og Staðbundin áta fyrir þorskseiði.

Verðlaunahugmyndin felst í að skera sporð af bolfiski fyrir flökun og á þessi hugmynd að hafa víðtæk og mikil áhrif á gæði flökunar í flökunarvélum. Segir í rökstuðningi hugmyndar að þetta muni auka verðmætasköpun í vinnslu talsvert, lægra hlutfall fari í blokk og marning og afköst aukist umtalsvert. Skurðframkvæmdin sé einföld og kosti ekki aukaskref í vinnslunni þar sem skurðarvél verði komið fyrir við hausara. Verkefnið fékk stuðning úr Átaki til atvinnusköpunar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í vor.