Sjómaður vikunnar – Sölvi Breiðfjörð

Sjómaður vikunnar – Sölvi Breiðfjörð
December 5, 2014 Elín

Fullt nafn : Sölvi Breiðfjörð

Fæðingardagur og staður : 14 Febrúar 1970 í Reykjavík

Fjölskylduhagir : Giftur Önnu Siggu Grímsdóttur og eigum við 2 börn, Grím Orra og Söru Hlín

Draumabíllinn : Chevý 57

Besti og versti matur : Hamborgarahryggurinn á jólunum og versti er skata.

Fallegasti staður sem þú hefur komið á : Vestmannaeyjar

Starf : Bátsmaður á Timmiarmiut

Hvað er það sem heillar þig mest við sjóinn : Það er svo margt, tarnirnar, fiskeríið, rútínan, ferska loftið og félagsskapurinn.

Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Sveinn Einarson heitir hann, eðal peyji. Hann gekk undir nafninu Svenni skiptó, hann var einstaklega óheppinn og sagði alla málshætti svo vitlaust t.d detta mér allar kýr úr höfði og það fer bara út um eitt og út um hitt.

Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Nei ekki get ég sagt það.

Ef þú myndir smíða þér skip/bát hvað myndir þú láta það heita : Narfi í höfuðið á fyrsta skipinu sem pabbi vara á.

Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur ? Að vera sjómaður eins og pabbi

10749920_10204339756510910_6831647760588608316_o

Skemmtilegasti árstíminn á sjó : Sumarið

Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna : Fjarveran frá fjölskyldunni

Eftirminnilegasta atvikið á sjónum : Það var 1994 á loðnuvertíð, þegar ég var að fara á milli skipa í flotgalla í kaldaskít, þegar uppgötvast að það var enginn stigi á skipinu og þurfti ég að biðja strákana að láta fríholt síga hálfa leið svo að ég gæti gripið í það á öldunni.

Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Chelsea fyrst Nottingham Forest er ekki í úrvalsdeild.

Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Golf

Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : Stolt siglir fleygið mitt

Siginn fiskur eða gellur : Gellur

Smúla eða spúla : Smúla

 Eitthvað að lokum : Ég vil þakka öllum þeim sem styðja við bakið á okkur sjómönnum, sjómenskan er ekki bara einn feitur tékki eins og fréttamenn láta það líta út.