Margir styrkjamöguleikar

Margir styrkjamöguleikar
November 20, 2014 Elín

Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri viðskiptaþróunarsviðs Matís, fjallaði um opinbert stuðnings og hvatakerfi til rannsókna og nýsköpunar. Fór hann yfir helstu sjóði, íslenska sem erlenda, sem koma að fjármögnun rannsókna og nýsköpunar og sem við Íslendingar höfum aðgang að. Fór hann sömuleiðis yfir hvaða kröfur eru gerðar til umsækjenda og verkefna og greindi frá reynslu Matís af stuðningskerfinu.

Oddur nefndi að gott væri að fara inn á nokkrar aðalvefsíður til að fá heildarmynd yfir það sem væri í boði, t.d  Rannís, þar væri t.d hægt að fá frumherjastyrki, verkefnisstyrki og markaðsstyrki. Nýsköpunarmiðstð Íslands, Norden, Byggðastofnun með AVS, Nora o.fl.