Á sjávarútvegsráðstefnunni talaði Johán H. Williams, deildarstjóri í norska sjávarútvegsráðuneytinu, m.a um stöðuga baráttu við alls kyns félagasamtök sem ynnu gegn sjávarútvegi á öllum sviðum, t.d hvað hvalveiðar varðaði. Þá kom hann inn á að fiskur væri enn vanmetin fæðuauðlind og því þyrfti að breyta.
Ræða Joháns var á léttum nótum og kunnu gestir vel að meta framlag hans. Í máli sínu kom Johán meðal inn á að hóparnir sem útvegurinn ætti við væru öflugir og fjárstuðning vantaði ekki.
Hann talaði líka um að lítil áhersla hefði verið á mikilvægi fisks sem fæðu hjá Sameinuðu þjóðunum lengi vel en þetta væri þó að breytast. Meira þyrfti þó til, taka þyrfti meira tillit til fisks þegar stefnur og markmið varðandi fæðuöryggi og reglugerðir væru rædd. Fiskur væri það mikilvægur, bæði vegna takmarkaðs fæðumagns á heimsvísu og eins vegna þess hve heilnæmur fiskurinn væri.