Meira frelsi æskilegt

Meira frelsi æskilegt
November 20, 2014 Elín

Sameining kerfa er nafnið á erindi sem Jakob Valgeir Flosahélt á einni málstofunni. Í erindinu sínu hélt Jakob því fram að tímabært væri að auka frelsi útgerða með sameiningu kerfa, það myndi leiða til þess að sjávarútvegur landsins myndi styrkjast enn meir. Sjómenn ættu t.d að fá að ráða stærð báta sinna og gerð veiðarfæra. Óeðlilegt væri að einn hópur þeirra sem hefði kvóta mætti ekki ráða hvað gert er við sinn kvóta og átti hann þá við báta 0-6 tonna.

Kostir sameiningar væru: auknir möguleikar til hagræðingar, val um veiðarfæri og bátastærð, einfaldari flutningur aflaheimilda á milli báta og mikil einföldun á öllu regluverki. Ókostir þess væru aftur á móti engir. Sameining myndi því leiða til mikillar eflingar á sjávarútvegi.

Spurði hann í lokin hverjir væru kostir þess að allt væri gert með höndum í stað þess að nota fullkomnar vélar.