Smábátaveiðar skila miklu

Smábátaveiðar skila miklu
November 20, 2014 Elín

Í erindi sínu, Frjálsar veiðar fyrir smábáta, fór Halldór Ármannsson, formaður Landssambands smábátaeigenda, yfir margvíslegt efni tengt smábátum og veiðum þeirra. Halldóra segir spurninguna um eitt, tvö eða fleiri fiskveiðistjórnunarkerfi vera réttmæta, en sambandið fer fram á frjálsar veiðar smábáta.

Halldór fór m.a yfir sögu smábátaveiða og þýðingu þeirra fyrir þjóðarbúið þar sem smábátaveiðar hafi skapað mörg störf og verðmæta markaðsvöru. Fór hann líka í makrílveiðar smábáta og að mikilvægt væri að gefa þá frjálsar og stjórna mögulega með skammtíma veiðistöðvunum. Makrílveiðar smábáta skili þjóðarbúinu miklu.