Mörg tækifæri í vannýttum tegundum

Mörg tækifæri í vannýttum tegundum
November 20, 2014 Elín

Í erindi sínu um vannýttar sjávarlífverur talaði Guðrún G. Þórarinsdóttir, sjávarlíffræðingur við Hafrannsóknastofnun, um skeldýr, skrápdýr, krabba og þörunga.

Ýmsar tegundir sjávarlífvera sem finnast hér við land og eru lítt eða ekki nýttar eru eftirsóttar á erlendum marköðum. Í flestum tilfellum er lítið sem ekkert vitað um útbreiðslu þeirra eða magn hér við land. Þessar lífverur skiptast í nokkrar tegundir: skeldýr, skrápdýr, krabba og þörunga. Er við horfum á skeldýr má nefna kúfskel, krækling, beitukóng ofl.

Guðrún minnntist t.d á sandskel sem finnist víða um langd, þó alltaf í litlu magni. Sandskelin sé góð matskel og mjög eftirsótt t.d í Bandaríkjunum. Báruskel sé mjög vinsæl erlendis og við séum oft spurð hvort hún finnist hér. Svarið sé að hún finnist víða um land en hafi ekki enn fundist í miklu magni. Það skorti þó rannsóknir á því svo mögulega finnist hún í veiðanlegu magni á vissum stöðum.Krókskel og aða séu sömuleiðis áhugaverðir kostir að skoða. Þegar kíkt sé á krabba megi t.d nefna trjónukrabba sem finnist kringum allt land, í óþekktu magni. Grjótkrabbi sé líka áhugaverður. Stutt er síðan hann kom hingað fyrst, sennilega 2006,  og útbreiðsla hans stækkar ört. Kjöt hans þykir einkar gott og hafa Kanadamenn verið að veiða mikið af honum. Skoða mætti gaddakrabba líka, sem sé algengur og kjötmikill, sem og tröllakrabbi.

Guðrún fjallaði líka um þörunga en þeir hafa reyndar verið nýttir talsvert í gegnum tíðina. Það lagðist þó að mestu niður á fyrri hluta 20.aldar. Söl hafa þó haldið áfram að vera nýtt. Guðrún segir að meðal þörunganna séu 30-40 tegundir sem séu lítið nýttar. Vert sé þó að minnast á þangvinnslu í Breiðafirði, hún hafi verið öflug um talsverða hríð. Ýmsar gerðir að þangi eru hérlendis en fáar eru nýttar. Sumar þeirra eru mjög algengar við ströndina og eru eftirsóttar erlendis en eru lítt sem ekkert nýttar hér. Hið sama gildir þara, Stórþari sé t.d erlendis gjarnan nýttur til gúmmígerðar.

Nýting þörunga eigi eflaust eftir að aukast mikið en þetta þurfi að skoða mjög vandlega svo nýtingin verði sjálfbær.