Ný heimasíða á ensku um íslenskan sjávarútveg

Ný heimasíða á ensku um íslenskan sjávarútveg
April 25, 2015 Elín

Ný frétta- og upplýsingasíða á ensku um íslenskan sjávarútveg er komin í loftið og ber heitið Fishing the News. Heimasíðan er hugsuð sem samstarfsvettvangur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja til þess að koma sínum fyrirtækjum, þjónustu og fréttum á framfæri á erlendri grundu. Inni á síðunni verður hægt að nálgast skrá um íslensk fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegnum beint eða óbeint og þau fyrirtæki verða sett í þá flokka sem við eiga. 

Meðfram frétta- og upplýsingaveitunni verða birt myndbönd á síðunni, þar á meðal viðtöl við aðila innan sjávarútvegsins og tengdum greinum og vikulega verður sýndur matreiðsluþáttur, þar sem íslenskar sjávarafurðir verða eldaðar af Sigurði Karli Guðgeirssyni matreiðslumanni.