Sjómaðurinn vikunnar Auðunn Jóhann

Sjómaðurinn vikunnar Auðunn Jóhann
November 14, 2014 Elín

Fullt nafn : Auðun Jóhann Elvarsson

Fæðingardagur og staður : 270787 Ísafjörður

Fjölskylduhagir : Kona og barn.

Draumabíllinn : Dodge ram

Besti og versti matur : Íslenska lambakjötið og versta er bæði makkarónugrautur og allt sem inniheldur anis.

Fallegasti staður sem þú hefur komið á : Ásbyrgi eða Jökulgil.

Starf : Vélstjóri.

Hvað er það sem heillar þig mest við sjóinn : Það er fjölbreytileikinn sem kemur upp í huga minn.

Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Sjómannsævi mín telur nú ekki mörg ár.

Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Nei.

Ef þú myndir smíða þér skip/bát hvað myndir þú láta það heita : Ernir.

Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur : Lyfjafræðingur var draumastarfið, hvers vegna veit ég ekki.

Skemmtilegasti árstíminn á sjó : Sumarið.

Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna : Sjóveikin.

Eftirminnilegasta atvikið á sjónum : Þegar ég fann félaga minn ofan í bala eftir eitt brotið.

Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Arsenal.

Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Sjómenn verða seint íþróttamenn.

Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : Stolt siglir fleygið mitt.

Siginn fiskur eða gellur : Mér finnst bæði betra.

Smúla eða spúla : Smúla.

Eitthvað að lokum : Verða menn ekki að fara að skoða þessa línuívilnun áður en balalína legst af.