Sjávarafl skorar á þína áhöfn!

Sjávarafl skorar á þína áhöfn!
March 4, 2015 Elín

Nú á dögunum hófst hið árlega átak, Mottumars. Að því tilefni langar okkur hjá Sjávarafli skora á allar áhafnir íslenska flotans, til þess að taka þátt í þessu flotta verkefni og skrá sig á www.mottumars.is og styrkja þetta mikilvæga málefni sem snertir okkur öll. Nú þegar vitum við til þess að áhafnameðlimir á Jóni Kjartanssyni og Júlíusi Geirmundssyni hafa skráð sig til leiks. Við munum fá þá áhöfn sem safnar mest í viðtal til okkar og birta í næsta blaði. Einnig viljum við hvetja áhafnirnar til þess að senda okkur myndir á hallo@sjavarafl.is til þess að leyfa okkur að fylgjast með. Stóra spurningin er því, ætlar þín áhöfn að taka þátt ?

Meginmarkmiðið með Mottumars er að hvetja karlmenn til að þekkja einkenni krabbameina og stuðla að breytingum á lífsháttum til að draga úr líkum á að fá krabbamein. Einnig er markmiðið að kynna fyrir karlmönnum þá þjónustu sem stendur til boða og hvetja þá til að hika ekki við að leita til læknis. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sem eru aðalstyrktarmaðilar Mottumars í ár og næstu tvö árin, hvetja sjávarútvegsfyrirtæki til að skreyta skipin sín og starfsstöðvar með yfirvaraskeggi í tilefni átaksins. Hægt er að nálgast mót fyrir mottuna hér  .