Fullt nafn : Valtýr Auðbergsson
Fæðingardagur og staður : 19 Apríl 1976 í Vestmanneyjum
Fjölskylduhagir : Jónína Margrét og Auðberg Óli
Draumabíllinn : Audi A6
Besti og versti matur : Hægelduð nautalund besti og versti svið og aftur svið
Fallegasti staður sem þú hefur komið á : Heimaey ætli það sé ekki það sem manni dettur í hug núna
Starf : Sjómaður á Vestmannaey VE 444
Hvað er það sem heillar þig mest við sjóinn : Vinnutíminn og vinnufélaganir og það að maður þarf ekki að vakna við vekjaraklukku og þarf ekki að vaska upp eftir matinn.
Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra : Ætli það sé ekki Birgir Magnússon, því hann er svo einstakur á alla kanta og með alveg svakalega “gott” minni.
Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum : Nei
Ef þú myndir smíða þér skip/bát hvað myndir þú láta það heita : Ufsaskalli
Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur : slökkvimaður eins og ég sagði í video þegar ég var 5ára og er til einhverstaðar
Skemmtilegasti árstíminn á sjó : Sumarið og haustinn þegar millilandað er stundum fyrir austan
Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna : Fjarveran frá litla pjakknum
Eftirminnilegasta atvikið á sjónum : Ætli það sé ekki allt sem að Biggi Magg gerir og kannsi þegar ég fór í ræsistríð við Kidda Vélstjóra og það stóð í 3 daga með stórtapi mínu og hluti af þvi er til á youtube
Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár : Aston Villa
Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu : Lúdó eða eitthvað sem þarf að drepa í með byssu þvi að við erum með Redneck Rambó um borð og það er alveg bókað að við vinnum allt þá
Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj : Stolt siglir fleygið mitt
Siginn fiskur eða gellur : Plokkari. Hitt er fyrir gamalt fólk
Smúla eða spúla : Smúla
Eitthvað að lokum : Biggi Magg þú skuldar mér lím og jafnvel eitthvað annað líka þegar þetta fer á netið.