Málstofur er á dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar eftir hádegið í dag: Eitt, tvö eða fleiri fiskveiðistjórnunarkerfi?, Uppsjávarfiskur-Þögla byltingin, Eru fjárfestingartækifæri í sjávarútvegi? og Tækifæri til nýsköpunar í sjávarútvegi.
Erindi málstofanna er margvíslegt. Í þeirri fyrstu, um fiskveiðistjórnunarkerfin, má nefna erindi um yfirlit yfir fiskveiðistjórnunarkerfi, annað um frjálsar veiðar fyrir smábáta, sameiningu kerfa og samaburð.
Á málstofunni Uppsjávafiskur-Þögla byltingin er t.d rætt um þróun á veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski í gegnum aldirnar, stöðuna á mjöl- og lýsismörkuðum, aukna áherslu á ferkleika o.fl. Í þriðju málstofunni, um fjárfestingartækifæri, verður t.d rætt um það sem sé að gerast erlendis, hvað fjárfestar sjá í sjávarútvegi og fjárfestingar í óskráðum sjávarútvegsfélögum. Á fjórðu málstofunni, tækifæri til nýsköpunar, er t.d farið í verðmætasköpun úr hliðarafurðum, náttúrulegar trefjar og sjóði sem hægt sé að sækja í.