Fullt nafn: Davíð Már Sigurðsson
Fæðingardagur og staður: Ég kom í heiminn á Akureyri 29. Ágúst 1983
Fjölskylduhagir: Ég á heitt-elskaða eiginkonu, 9ára prinsessu, 6ára íþróttaálf og örverpið er væntanlegt í Janúar 2015
Draumabíllinn: Audi Q7 fyrir fjölskylduna en Porsche 911 eftir að krakkarnir flytja að heiman.
Besti og versti matur: Ég smakkaði hákarla-ugga-súpu á Spáni fyrir einhverjum árum síðan, hún var langtum verri en þorláksmessu-skatan en hamborgara hryggurinn hjá eiginkonunni eftir leiðbeiningum frá mömmu gömlu er sennilega það besta sem ég fæ.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Blönduhlíð í Skagafirði
Starf: Háseti um borð í Klakk SK5 frá Sauðárkróki og myndsmiður.
Hvað er það sem heillar þig mest við sjóinn: Að leggjast upp í koju í vitlausu veðri er eins og að láta rugga sér í svefn. Það er hrikalega heillandi svo er maður alltaf að sjá og læra eitthvað nýtt sem gefur mér mikið. En það væri óheiðarlegt að taka það ekki einnig fram að auðvitað skipta tekjurnar og frítúrarnir voðalega miklu máli.
Eftirminnilegasti samstarfmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra: Þeir eru nokkrir sérstakir sem standa upp úr. Björn Ævar stýrimaður var einstakur, Hann átti það til að góla “Ég er yfirmaður hér!” í tíma og ótíma (í góðu auðvitað). Einnig var Addi afleysingakokkur alger sprelligosi en Jón Anton, stundum kallaður Sjó Anton slær öllu við. Það sem þeim kjánanum dettur í hug er óborganlegt. Læt hér fylgja vefslóðir á ljósmynd og myndskeið af uppátækjum hans.
Ljósmynd: http://bit.ly/jantonveidir
Myndskeið1: http://bit.ly/jantonoghamerin
Myndskeið2: http://bit.ly/jantonfri
Stundar þú einhverja líkamsrækt á sjónum: Ég er með handlóð um borð sem ég grip af og til í en hér er engin líkamsræktar aðstaða í boði. Annars fiskum við yfirleitt svo rosalega að þó að aðstaðan væri til staðar er óvíst að mannskapurinn hefði krafta til þess að nota hana.
Ef þú myndir smíða þér skip/bát hvað myndir þú láta það heita: Drangey, það á vera til bátur eða skip með því nafni frá Sauðárkróki
Hvað var draumastarfið þitt sem lítill strákur: Ætli mig hafi ekki alltaf langað að starfa eitthvað við tölvur. Ég prufaði það og gat ekki annað en skipt um skoðun vegna hreyfingarleysis. Sem er í rauninni magnað af því að þegar ég er heimavið er oftast hægt að ganga að mér vísum upp í sofa með tölvuna í fanginu. (Þegar heimilistörfunum er lokið að sjálfssögðu)
Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Sumarið er best, þegar dagurinn er sem lengstur. Það getur verið svo asskoti niðurdrepandi að sjá varla sólarglætu svo mánuðum skipti.
Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna: Að kveðja börnin venst aldrei, sama hversu oft ég geri það.
Eftirminnilegasta atvikið á sjónum: Ég hef nú ekki verið sjómaður í marga áratugi en þeir sem hafa þurft að skera vel rotið hvalshræ úr veiðarfærinu gleyma því aldrei.
Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár: Því miður verður það ekki Liverpool. En… “at the end of the storm there is a golden sky”
Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni í hvaða íþrótt yrði fyrir valinu: Við strákarnir tókum í fyrra þátt í Jólahraðmóti í Körfubolta og unnum auðvitað alla þá sem við kepptum við.
Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj: Stolt siglir fleygið mitt.
Siginn fiskur eða gellur: Pizza.
Smúla eða spúla: Smúla.
Eitthvað að lokum: Áhugasamir geta fylgst með amstri áhafnarinnar á Klakk SK5 á fésbókarsíðunni minni hérna: http://bit.ly/amsturahafnarinnar og séð eldri myndir hérna: http://bit.ly/klakkurinn Ég er líka á ljósmyndavefnum flickr: http://bit.ly/davidmarflickr
Endilega lítið við!